Ársskýrsla Vís 2016
Go to
navigation
.
IS
Stjórn og skipulag
Ávarp stjórnarformanns og forstjóra
Framkvæmdastjórn
Stjórnarháttayfirlýsing
Við erum VÍS
Þjónusta og vernd
Stefna VÍS
Mannauður
Samfélagsábyrgð
Samstarfsverkefni
Forvarnaráðstefna VÍS og Vinnueftirlitsins
Góður gangur hjá Eldvarnabandalaginu
Vildarpunktasöfnun með Icelandair
Slysavarnaskóli sjómanna fær björgunargalla
Fjármál og ársreikningur
Lykiltölur úr rekstri
Rekstur og efnahagur
Afkoma vátryggingagreina
Fjárfestingar
Efnahagsumhverfið
Fylgiskjöl ársskýrslu
Annáll
Skoða annál 2016
Ársreikningur (PDF, 1 MB)
Skoða annál 2016
.
ANNÁLL 2016
Hér getur að líta það sem stóð upp úr á árinu 2016.
Hægt er að smella á mánuðina vinstra megin á síðunni og fletta á milli viðburða.
.
Janúar 2016
VÍS styrkir meistaradeildina í hestaíþróttum
VÍS var styrktaraðili meistaradeildarinnar í hestaíþróttum ellefta árið í röð. Allir bestu knapar landsins leiða saman hesta sína í þessari skemmtilegu deild, sem hefur vaxið mikið á undanförnum árum.
.
Janúar 2016
VÍS semur við Fjarðabyggð
Fjarðabyggð hefur samið við VÍS um að félagið sjái um tryggingar bæjarfélagsins næstu þrjú árin.
.
Janúar 2016
45 börn laus í bílum
Alls voru 45 börn laus í bílum í könnun á öryggisbúnaði barna, sem gerð var við 60 leikskóla í 25 bæjarfélögum víða um land í lok árs 2015. Þetta var um 2% þeirra bíla, sem komu með börn í leikskólana.
.
Janúar 2016
Sigrún Ragna ræddi um samfélagsábyrgð
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, hélt erindi á ráðstefnu Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð um hvernig samfélagsábyrgð birtist bæði inn á við og út á við í daglegri starfsemi fyrirtækisins.
.
Janúar 2016
Vefur VÍS, vis.is vinnur til vefverðlauna
Vefur VÍS, vis.is, fékk verðlaun fyrir bestu hönnun og viðmót þegar Íslensku vefverðlaunin 2016 voru afhent í Gamla bíói.
.
Febrúar 2016
VÍS á Reyðarfirði flytur
Útibú VÍS á Reyðarfirði hefur flutt sig um set innandyra á Búðareyri 15. Guðrún Stefánsdóttir er nú komin í rými sem snýr út að götu og er breytingin mjög jákvæð fyrir sýnileika VÍS í bænum.
.
Febrúar 2016
VÍS framúrskarandi fyrirtæki sjötta árið í röð
VÍS er á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki 6. árið í röð. Félagið er í 23. sæti stórra fyrirtækja.
.
Febrúar 2016
Olíudreifing fær Forvarnarverðlaunin 2016
Olíudreifing hreppti Forvarnarverðlaun VÍS 2016 sem afhent voru á forvarnaráðstefnunni Áskoranir atvinnulífsins í öryggismálum, sem haldin var á Grand Hótel Reykjavík í dag.
.
Febrúar 2016
Fleiri yfir á rauðu
Ökumenn óku yfir á rauðu ljósi í 60% tilfella í reglubundinni könnun VÍS á gatnamótum hjá Olís við Fjallkonuveg. Þetta er hærra hlutfall en í fyrri könnunum, en ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu hættulegur slíkur akstur er.
.
Febrúar 2016
VÍS tryggir Olíudreifingu
VÍS og Olíudreifing hafa samið um tryggingar til næstu fjögurra ára. Samstarf félaganna tveggja er farsælt og nær allt aftur til ársins 1996 þegar Olíudreifing var stofnuð.
.
Febrúar 2016
Bolungarvík tryggir hjá VÍS
Bolungarvíkurkaupstaður tryggir áfram hjá VÍS næstu fjögur árin líkt og hann hefur gert undanfarna áratugi.
.
Febrúar 2016
Sagan á bak við verðlaunavef
Baldur Páll Guðmundsson, vefstjóri VÍS og Bergþór Leifsson, verkefnastjóri rafrænnar þjónustu hjá VÍS, kynntu hvernig verðlaunavefurinn vis.is varð til, á fundi hjá Samtökum vefiðnaðarins.
.
Febrúar 2016
VÍS tilnefnt til Íslensku auglýsingaverðlaunanna
Sjónvarpsauglýsing VÍS, Pabbi, er tilnefnd til Íslensku auglýsingaverðlaunanna – Lúðursins í flokki kvikmyndaðra auglýsinga.
.
Mars 2016
VÍS gerir samning við björgunarsveitina Súlur
Björgunarsveitin Súlur og VÍS hafa gert þriggja ára samning um tryggingar sveitarinnar. VÍS hefur átt í frábæru samstarfi við björgunarsveitina frá árinu 2013.
.
Apríl 2016
VÍS tryggir MS
Mjólkursamsalan og VÍS hafa samið um að félagið tryggi MS og tengd félög til næstu þriggja ára.
.
Apríl 2016
VÍS til fyrirmyndar í góðum stjórnarháttum
Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hefur endurnýjað viðurkenningu Vátryggingafélags Íslands hf. sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.
.
Apríl 2016
VÍS tryggir kreditkortahafa Landsbankans
VÍS mun sjá um afgreiðslu allra tjónamála sem upp koma vegna ferða- og bílaleigutrygginga hjá kreditkortahöfum Landsbankans næstu þrjú árin.
.
Apríl 2016
VÍS flytur sig um set á Hellu
Útibú VÍS á Hellu hefur verið flutt yfir í Miðjuna, sem kalla má allsherjar þjónustukjarna sveitarfélagsins. Íris Björk Sigurðardóttir, þjónustustjóri á Hellu, segir flutninginn styrkja starfsemi VÍS á svæðinu.
.
Apríl 2016
VÍS tryggir Þörungaverksmiðjuna
Þörungaverksmiðjan á Reykhólum og VÍS hafa skrifað undir þriggja ára samning um að VÍS sjái um allar tryggingar verksmiðjunnar líkt og undanfarna áratugi.
.
Apríl 2016
Átak í eldvörnum hjá Akureyri og Húnaþingi vestra
Akureyrarbær og Húnaþing vestra hafa gert samkomulag við Eldvarnarbandalagið, sem VÍS er aðili að, um að efla eldvarnir á heimilum og stofnunum í sveitarfélögunum.
.
Apríl 2016
Kortatryggingar Íslandsbanka til VÍS
Íslandsbanki hefur samið við VÍS um kortatryggingar bankans næstu tvö árin.
.
Apríl 2016
Gangur í öryggismálum sjómanna
Síðustu vikur hafa 150 sjómenn, á átta togurum Vinnslustöðvarinnar, tekið þátt í forvarnarfundum á vegum VÍS og Slysavarnarskóla sjómanna. Fundirnir eru liðir í átaki til að auka meðvitund um mikilvægi öryggismála.
.
Maí 2016
VÍS tryggir Kópavog áfram
Tryggingar Kópavogsbæjar og Húsnæðisnefndar bæjarins verða hjá VÍS næstu árin. Á döfinni er að efla mjög forvarnir í sveitarfélaginu með aðkomu sérfræðinga VÍS.
.
Maí 2016
Vottaðir starfsmenn VÍS
Fimm starfsmenn VÍS útskrifuðust úr Tryggingaskólanum, sem vottaðir vátryggingastarfsmenn. Alls á VÍS nú 24 vottaða tryggingastarfsmenn.
.
Júní 2016
Langflestir nota hjálm
Rétt tæp 90% allra hjólreiðamanna notuðu hjálm í árlegri könnun VÍS á hjálmanotkun í tengslum við átakið „Hjólum í vinnuna“. Hlutfallið er svipað og árið 2015, en þetta er í fimmta sinn sem VÍS framkvæmir könnunina.
.
Júní 2016
VÍS gefur björgunargalla
VÍS afhenti Slysavarnaskóla sjómanna tíu björgunargalla að gjöf. Þetta er í sjöunda sinn sem VÍS gefur þessa galla en alls hefur skólinn fengið 70 galla frá félaginu.
.
Júlí 2016
Varað við umferð um verslunarmannahelgina
VÍS sendi frá sér fréttatilkynningu fyrir verslunarmannahelgina þar sem fólk var varað við öllum þeim hættum sem leynst geta á vegum landsins í þeirri þungu umferð sem er um helgina.
.
Ágúst 2016
Sigrún hættir og Jakob tekur við
Jakob Sigurðsson var ráðinn forstjóri VÍS. Á sama tíma komust Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fráfarandi forstjóri og stjórn VÍS að samkomulagi um að hún myndi láta af störfum.
.
September 2016
Fyrsta tjónið greitt í Aski
Fyrsta tjónið var greitt út úr nýja töluvkerfinu Aski. Um var að ræða útgreiðslu á bíl sem lent hafði í umferðaróhappi.
.
Október 2016
Skínandi húfur fyrir börnin
Viðskiptavinum með F+ fjölskyldutryggingu bauðst að fá fallegar skínandi húfur fyrir börnin sín, sjötta árið í röð.
.
Október 2016
Konurnar í fríi
VÍS gaf öllum konum, sem starfa hjá fyrirtækinu, frí til að taka þátt í viðburðum Kvennafrídagsins 24. október. Eðli málsins samkvæmt var þjónustan öllu hægari en venjulega en viðskiptavinir sýndu því mikinn skilning.
.
Október 2016
Nýtt veggspjald um slysavarnir barna
Barnaheill og VÍS hafa tekið höndum saman og endurgert veggspjald um slysavarnir barna. Spjaldið, sem nefnist „Örugg börn“ er afhent foreldrum sem sækja ung- og smábarnavernd hjá heilsugæslustöðvum.
.
Nóvember 2016
Sjöundu Öryggisdagar Strætó og VÍS
Strætó og VÍS blésu til sjöundu Öryggisdagana þar sem áhersla var lögð á öryggi farþega sem og að efla og viðhalda öryggisvitund starfsmanna Strætó.
.
Nóvember 2016
VÍS tryggir Langanesbyggð
VÍS og Langanesbyggð hafa gert nýjan samning um tryggingar sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára.
.
Nóvember 2016
Dalvíkurbyggð tryggir hjá VÍS
VÍS mun sjá um tryggingar Dalvíkurbyggðar næstu fjögur árin.
.
Nóvember 2016
Reykjavíkurborg tryggir hjá VÍS
Reykjavíkurborg hefur gert fimm ára samning við VÍS um tryggingar borgarinnar sem lúta meðal annars að Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Bílastæðasjóði og Skíðasvæðunum.
.
Desember 2016
Starfsfólk VÍS styrkir Barnaspítala Hringsins
Starfsfólk VÍS á einstaklingasviði gaf Barnaspítala Hringsins 65.500 krónur, sem var safnað í stað þess að halda árlegt jólapakkapúkk.
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Júní
Júlí
Ágúst
September
Október
Nóvember
Desember
You are here
Home
Annáll
Skoða annál 2016