Afkoma vátryggingagreina


Iðgjöld ársins eftir greinum

Iðgjöld ársins eftir greinum - ekki breyta þennan texta

Iðgjöld af ökutækjatryggingum nema um 47% af iðgjöldum félagsins og skipta því miklu máli í rekstri þess. Ánægjulegt er að sjá að nýskráningar fólksbíla hafa aukist mikið eftir mikla niðursveiflu undanfarin ár, því með nýrri bílum fylgir nýjasta tækni í öryggismálum og minni eldsneytiseyðsla. Á árinu 2016 voru skráðir rúmlega 18 þúsund nýir fólksbílar, sem er mikil fjölgun frá síðustu árum og má segja að nú sé endurnýjun bílaflotans orðin eðlileg.  

Tjón ársins eftir greinun

Tjón ársins eftir greinun - ekki breyta þennan texta

Iðgjöld lögboðinna ökutækjatrygginga námu 5.969 milljónum króna en voru 5.308 milljónir króna árið 2015.  Iðgjöldin hækkuðu því um 661 milljón króna milli ára eða um 12,5%. Tap nam 36 milljónum króna en hagnaður af greininni árið áður var 24 milljónir króna.

Iðgjöld frjálsra ökutækjatrygginga námu 2.564 milljónum króna og hækkuðu um 324 milljónir króna frá árinu áður, eða um 14,5%. Tap varð af greininni upp á 165 milljónir króna samanborið við 200 milljóna króna tap 2015.

Afkoma ökutækjatrygginga hefur verið óviðunandi um langt skeið. Hækkanir á iðgjöldum hafa ekki dugað til viðunandi afkomu, þar sem tjónum fjölgar stöðugt.

Iðgjöld eignatrygginga námu 4.035 milljónum króna árið 2016. Árið áður námu iðgjöldin 3.714 milljónum króna og nam því hækkunin á milli ára 321 milljón króna eða 8,6%.  Tap varð af rekstri greinarinnar upp á 40 milljónir króna samanborið við hagnað árið áður uppá 337 milljónir króna. Ekki var um neitt stórtjón að ræða en nokkrir tiltölulega stórir brunar urðu á árinu. 

Iðgjöld í ábyrgðartryggingum námu 987 milljónum króna og hækkuðu um 74 milljónir frá árinu áður eða um 8,1%. Hagnaður af greininni árið 2016 nam 149 milljónum króna samanborið við 378 milljóna króna hagnað árið 2015.

Samsett hlutfall vátryggingagreina

Samsett hlutfall greinaflokka - ekki breyta þennan texta

Iðgjöld í sjó- og farmtryggingum jukust um 52 milljónir króna og námu 478 milljónum króna. Afkoma greinarinnar getur sveiflast mikið milli tímabila, en hagnaður ársins 2016 nam 104 milljónum króna samanborið við tap árið áður upp á 22 milljónir króna.

Iðgjöld í slysa- og sjúkratryggingum jukust mikið frá fyrra ári eða 18,1%. Þau námu 2.062 milljónum króna en voru 1.746 milljónir króna árið 2015. Hagnaður af greininni var 190 milljónir króna en tap ársins 2015 nam 104 milljónum króna.

Rekstur líf- og heilsutrygginga gekk vel á árinu þrátt fyrir að hagnaður hafi dregist saman frá fyrra ári. Iðgjöldin jukust um 7,3% og námu 1.085 milljónum króna samanborið við 1.011 milljónir árið 2015. Hagnaður nam 265 milljónum króna samanborið við 466 milljóna króna hagnað árið áður.

Samsett hlutfall (%)

Samsett hlutfall - ekki breyta þennan texta

Félagið starfaði áfram á markaði endurtrygginga erlendis og námu iðgjöld 1.139 milljónum króna á árinu 2016. Árið 2015 námu þau 1.240 milljónum króna. Afkoma af endurtryggingum var góð á árinu og nam hagnaður ársins 621 milljón króna. Vegna styrkingar krónunnar voru 370 milljónir króna færðar til lækkunar á vátryggingaskuld greinarinnar og þar með til hækkunar afkomu. Árið 2015 var hagnaður greinarinnar 108 milljónir króna.