Rekstur og efnahagur


Starfsemi VÍS byggir á tveimur grunnstoðum; vátryggingastarfsemi og fjárfestingastarfsemi.

Starfsemi VÍS byggir á tveimur grunnstoðum; vátryggingastarfsemi og fjárfestingastarfsemi. Rekstur ársins 2016 gekk vel og var hagnaður 1.459 milljónir króna.

Ánægjulegt var að sjá kröftugan vöxt á innlendum iðgjöldum, sem kom til vegna hærri meðaliðgjalda en einnig vegna nýrra viðskiptavina sem og aukinna viðskipta við núverandi viðskiptavini. Vaxandi tjónatíðni er þó áfram áhyggjuefni í vátryggingarekstrinum. Samsett hlutfall ársins, þ.e. iðgjöld að frádregnum kostnaði við tjón og rekstur, var 101,7% sem er ekki í samræmi við markmið félagsins um að það sé undir 100%.

Markmið fjárfestingastarfseminnar er að ávaxta fjáreignir, sem eru til að mæta tjónum og öðrum skuldbindingum félagsins, með góðum og öruggum hætti. Árið 2016 var krefjandi á mörkuðum og dróst til að mynda ávöxtun hlutabréfa talsvert mikið saman frá fyrra ári. Ávöxtun á hlutabréfum félagsins var 5,7% á árinu sem er vel yfir viðmiðunarvísitölum. Úrvalsvísitalan lækkaði til að mynda um 6,9% á árinu. Ávöxtun skuldabréfa var góð á árinu og þá sér í lagi á óverðtryggðum skuldabréfum. Styrking krónunnar hafði neikvæð áhrif á ávöxtun eignasafnsins á árinu.

Eigin iðgjöld og eigin tjón

Eigin iðgjöld og eigin tjón - ekki breyta þennan texta
Fjárhæðir í milljörðum króna

Iðgjöld ársins námu 18.319 milljónum króna og hækkuðu um 1.722 milljónir frá fyrra ári sem svarar til 10,4% hækkunar. Eigin iðgjöld námu 17.647 milljónum króna og var vöxtur þeirra 10,2% frá fyrra ári. Ánægjulegt er að sjá kröftugan vöxt iðgjalda í ár eftir stöðnun síðustu ára enda er efnahagslífið í kröftugri uppsveiflu. Félagið hefur síðustu ár lagt meiri áherslu á að verðleggja vátryggingavernd sína í samræmi við áhættu í stað áherslu á vöxt iðgjalda.

Tjón ársins námu 14.866 milljónum króna og hækkuðu um 2.134 milljónir króna frá fyrra ári. Hækkun tjónakostnaðar milli ára er umtalsverð en hluti endurtryggjenda í tjónum hækkaði einnig mikið. Eigin tjón voru 14.045 milljónir króna miðað við 12.712 milljónir króna árið áður. Nemur hækkun tjóna í eigin reikning því 1.333 milljónum króna. Þrátt fyrir að óveður hafi haft talsverð áhrif á rekstur félagsins árið 2015 hækkaði tjónakostnaður töluvert árið 2016. Ekkert stórtjón varð en nokkrir tiltölulega stórir brunar og áframhaldandi vöxtur tjóna í ökutækjatryggingum hafði áhrif á árinu.

Framlegð vátryggingareksturs

Framlegð vátryggingareksturs- ekki breyta þennan texta
Fjárhæðir í milljónum króna *Án niðurfærslu óefnislegra eigna

Framlegð af vátryggingarekstri var neikvæð um 111 milljónir króna, en árið 2015 var framlegðin neikvæð um 158 milljónir króna að frádreginni afskrift hugbúnaðar.

Rekstrarkostnaður nam 4.475 milljónum króna og hækkaði úr 4.077 milljónum króna árið áður fyrir utan virðisrýrnun hugbúnaðar eða um 398 milljónir króna, sem svarar til 9,8% hækkunar. Vísitala neysluverðs hækkaði á sama tíma um 1,7% og launavísitala um 11,4%. Rúmur helmingur af rekstrarkostnaði félagsins er launakostnaður. Meðal rekstrarkostnaðar er færður fjársýsluskattur, sem lagður er á launakostnað félagsins, alls 108 milljónir króna.

Fjárfestingatekjur

Fjárfestingatekjur - ekki breyta þennan texta
Fjárhæðir í milljónum króna

Tekjur af fjárfestingastarfsemi voru 1.997 milljónir króna og drógust mikið saman frá fyrra ári. Árið 2015 námu fjárfestingatekjur 4.076 milljónum króna. Jákvæð afkoma var af öllum eignaflokkum nema fagfjárfestasjóðum, viðskiptakröfum og gengismun, en vegna mikillar styrkingar krónunnar á árinu voru áhrif gengismunar á fjárfestingasafnið neikvæð. 

Hagnaður

Hagnaður- ekki breyta þennan texta
Fjárhæðir í milljónum króna

Hagnaður ársins af vátryggingastarfsemi var 1.090 milljónir króna samanborið við 988 milljóna króna hagnað fyrir virðisrýrnun óefnislegra eigna árið áður. Hagnaður ársins fyrir tekjuskatt var 1.176 milljónir króna samanborið við 2.000 milljónir króna árið áður. Skatttekjur námu 284 milljónum króna og voru að stórum hluta til komnar við færslu skatteignar vegna gjaldþrotaskipta fjármálafyrirtækja sem lauk á árinu. Hagnaður ársins var 1.459 milljónir króna en 2.076 milljónir árið 2015.

Efnahagur

Stærsta breytingin á efnahagsreikningi félagsins á árinu 2016 var útgáfa víkjandi skuldabréfa í febrúar. Um var að ræða víkjandi skuldabréf fyrir 2.500 milljónir króna, sem tilheyra eiginfjárþætti 2 og teljast til gjaldþols félagsins. Þau bera 5,25% verðtryggða vexti og eru til 30 ára.

Fjárfestingaeignir námu 34.132 milljónum króna í árslok 2016 en í árslok 2015 námu þær 33.634 milljónum króna. Eigið fé var 16.371 milljón og var eiginfjárhlutfall 35,3% samanborið við 39,1% í árslok 2015. Skuldir voru 29.952 milljónir króna í árslok en voru 27.322 milljónir króna í árslok 2015. Vátryggingaskuld er stærsta skuldin í efnahagsreikningi og nam hún í árslok 24.936 milljónum króna.

Samsetning eigna

Samsetning eigna - ekki breyta þennan texta

Félagið greiddi hluthöfum sínum arð að fjárhæð 2.067 milljónir króna á árinu og keypti auk þess eigin hluti að nafnverði 73 milljónir fyrir 574 milljónir króna.

Þróun eigin fjár

Þróun eigin fjár- ekki breyta þennan texta
Fjárhæðir í milljörðum króna