Jakob Sigurðsson
er forstjóri VÍS
Jakob er fæddur 1964. B.S. próf í efnafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráða frá Kellogg stjórnunarskólanum við Northwestern-háskóla í Illinois í Bandaríkjunum. Seta í stjórnum eftirfarandi félaga: Múlaberg ehf. (stjórnarmaður), Birkihlíð ehf. (stjórnarmaður), Stratex ehf. (stjórnarformaður), Marlýsi ehf. (stjórnarformaður), Margildi ehf. (stjórnarformaður), Valsmenn hf. (meðstjórnandi), eTactica ehf. (meðstjórnandi), B reitur hf. (meðstjórnandi), Viðskiptaráð Íslands (meðstjórnandi), HSÍ (meðstjórnandi) og Tækniþróunarsjóður (meðstjórnandi).
Forstjóri VÍS og Líftryggingafélags Íslands hf. frá september 2016. Starfaði sem forstjóri Promens á árunum 2011-2015, var framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Íslenskrar erfðagreiningar frá 2006-2011 og framkvæmdastjóri Alfesca, áður SÍF, frá 2004-2006. Hann gegndi áður stjórnunarstöðum hjá alþjóðlega efnafyrirtækinu Rohm and Haas í Bandaríkjunum og í Evrópu.