Mannauður


Öflug liðsheild

Hjá VÍS starfar metnaðarfullt, ánægt og stolt starfsfólk, sem endurspeglar gildi fyrirtækisins í daglegu starfi; umhyggju, fagmennsku og árangur.

Starfsfólk VÍS er grunnurinn að árangri okkar. Hjá VÍS starfar metnaðarfullt, ánægt og stolt starfsfólk, sem endurspeglar gildi fyrirtækisins í daglegu starfi; umhyggju, fagmennsku og árangur. VÍS leggur áherslu á jafnrétti kynjanna og að nýta til jafns styrkleika kvenna og karla þannig að hæfileikar og færni alls mannauðs félagsins njóti sín sem best. Stefna VÍS er að vera vinnustaður þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu.

Öflug liðsheild
Á árinu 2016 var stefnumið VÍS um öfluga liðsheild kynnt. Allir starfsmenn komu að því að móta stefnumiðið, en vinnunni var stýrt af sjö manna stýrihópi starfsmanna víðs vegar úr fyrirtækinu. Stefnumiðið „Öflug liðsheild“ lýsir því hvernig VÍSarar sjá vinnustaðinn sinn:

„VÍS er frábær vinnustaður með sterka og öfluga liðsheild, þar sem hver og einn gegnir mikilvægu hlutverki í að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu, vernd og hugarró. Við erum samhentur hópur og samskipti okkar eru byggð á trausti, hreinskilni og virðingu. Starfsandinn einkennist af gleði og umhyggju.

Við störfum eftir gildum okkar, erum stolt af vinnustaðnum og höfum metnað til að gera sífellt betur til að ná árangri.

VÍS er fyrirmyndarfyrirtæki og eftirsóknarverður, líflegur, fjölskylduvænn og skemmtilegur vinnustaður fyrir framúrskarandi og metnaðarfullt fólk. Við hvetjum hvert annað til þátttöku í viðburðum, sem efla liðsheildina, tökum virkan þátt í samfélagsverkefnum VÍS, upplýsum hvert annað um árangur og hrósum og fögnum smáum sigrum sem stórum. Ásgarður er vettvangur upplýsinga og tilkynninga fyrir starfsmenn. Þar veitum við og sækjum upplýsingar tímanlega með skýrum hætti.

Við fáum stuðning og hvatningu til að afla okkur þekkingar og tækifæri til að þróast í starfi. Þjálfun og fræðsla styður við markmið VÍS um framúrskarandi þjónustu og að auka tryggð viðskiptavina. Hæfileikar okkar og styrkleikar fá notið sín við krefjandi og áhugaverð verkefni. Álit okkar skiptir máli og við tökum virkan þátt í mótun á stefnu VÍS þar sem farvegur fyrir ábendingar okkar er skýr og unnið er markvisst með þær.“

Fjölbreytur og vel samsettur hópur

Við kappkostum að hafa í okkar röðum fjölbreyttan hóp fólks með ólíkan bakgrunn og reynslu. Þannig teljum við að fyrirtækjamenningin verði eins og best verður á kosið, sem skilar sér í bættri þjónustu, ánægðum viðskiptavinum og jákvæðri ímynd.

Höfuðborgarsvæðið / Land

Höfuðborg / Land - ekki breyta þennan texta

Í lok árs 2016 voru 196 starfsmenn við störf hjá félaginu, þar af um 23% á landsbyggðinni. Meðal fjöldi stöðugilda á árinu var 192,1. Stöðugildum fjölgaði lítillega frá árinu áður, en umsvif, iðgjöld, tjón og fjöldi viðskiptavina jukust umtalsvert.
Starfsmannavelta hjá félaginu hefur verið frekar lág eða 4,7% á ári að meðaltali undanfarin fimm ár, þegar horft er til þeirra sem láta af störfum af eigin frumkvæði.

Starfsaldur launþega

Starfsaldur launþega - ekki breyta þennan texta

Meðalstarfsaldur er um 12 ár og meðalaldur starfsmanna 46 ár. Tæplega 60% starfsmanna hafa lokið háskólamenntun og þar af hefur meira en þriðjungur lokið meistaranámi.

Aldursskipting launþega

Aldursskipting launþega - ekki breyta þennan texta

Kynjaskipting er nokkuð jöfn, 106 karlar og 90 konur starfa hjá félaginu.

Kynjaskipting

Kynjaskipting - ekki breyta þennan texta

Kynjaskipting hjá VÍS

Í framkvæmdastjórn eru 2 konur og 4 karlar og um 40% deildarstjóra eru konur.

Konur í stjórnendastöðu hjá VÍS

Álit mitt skiptir máli (Skýr stefna)

Við höfum lagt áherslu á að kynna stefnu VÍS fyrir starfsmönnum. Þeir hafa tekið virkan þátt í mótun hennar allt frá árinu 2011, þegar lagður var grunnur að núverandi stefnu. Í könnun meðal starfsmanna segjast 90% þekkja stefnuna vel og 75% segjast hafa trú á framtíðarsýn félagsins. Á hverju ári fundar forstjóri með starfsmönnum þar sem stefnan og starfsáætlun til næstu tveggja ára er rýnd. Þar hafa allir starfsmenn tækifæri til að leggja sitt af mörkum til mótunar stefnunnar og koma með tillögur að því hvernig gera megi betur í starfseminni.

Á árinu tókum við upp ný frammistöðusamtöl, sem miða að því að stjórnendur og starfsmenn tali oftar saman en áður, í minna stýrðu ferli og í styttri tíma í senn. Mikil ánægja var með þessa breytingu, bæði á meðal stjórnenda og starfsmanna.


Heilbrigðir starfsmenn

Á árinu lögðum við áherslu á heilsu starfsmanna, bæði líkamlega og andlega. Við fórum í samstarf við SideKick og tókum appið þeirra í notkun til þess að nýta keppnisskapið til heilsueflingar.

Starfsmenn tóku þátt í sumarsólstöðugöngu FÍ og VÍS

Með appinu má gera heilsueflingu skemmtilega og er markmiðið að koma á varanlegri lífsstílsbreytingu. Forritið er byggt á sterkum vísindagrunni og klínískri reynslu. 

Samstarfið var farsælt og jafnframt því að efla heilsu og líðan starfsmanna studdum við myndarlega við bakið á Unicef og gáfum verðlaun í nafni starfsmanna, sem nýtast börnum í neyð um allan heim.

Samstarfið var farsælt og jafnframt því að efla heilsu og líðan starfsmanna studdum við myndarlega við bakið á Unicef og gáfum verðlaun í nafni starfsmanna, sem nýtast börnum í neyð um allan heim.