Samstarfsverkefni


VÍS tekur bæði þátt í og stendur fyrir ýmis konar stórum og smáum viðburðum á ári hverju. Árleg ráðstefna VÍS og Vinnueftirlitsins er þar á meðal. Húsfyllir var á henni þegar hún var haldin á Grand Hótel Reykjavík í febrúar. Samstarfi við Saga Club var haldið áfram og hafa 30% F plús viðskiptavina VÍS skráð sig fyrir Vildarpunktasöfnun af greiddum iðgjöldum. Mikil gróska hefur verið í starfi Eldvarnabandalagsins. Að því koma ásamt VÍS níu fyrirtæki og stofnanir og er markmiðið að efla eldvarnir einstaklinga og fyrirtækja. Í ár fékk Slysavarnaskóli sjómanna 10 björgunargalla að gjöf frá VÍS. Var það í sjöunda skipti sem VÍS færir þeim 10 björgunargalla að gjöf.