Eldvarnarbandalagið er samstarfsverkefni VÍS og níu annarra fyrirtækja og stofnana, sem hafa það að markmiði að efla eldvarnir hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Heimasíða var sett á laggirnar á árinu, samvinna verið við leigufélög og unnið að verklagsreglum um logavinnu. Eins lauk samstarfsverkefni um eigið eldvarnaeftirlit við Akraneskaupstað, þar sem eigin eldvarnaeftirliti var komið á í öllum stofnunum bæjarins, ásamt því að allir starfsmenn fengu eldvarnafræðslu.

Viðlíka samningar voru síðan gerðir við Akureyrarbæ, Húnaþing vestra og Fjarðabyggð og gilda þeir til loka árs 2017.