Slysavarnaskóli sjómanna fær björgunargalla


VÍS hefur undanfarin sjö ár gefið Slysavarnaskóla sjómanna björgunargalla. Alls hafa verið afhentir sjötíu gallar á þessum sjö árum.

Í ár fékk Slysavarnaskóli sjómanna 10 björgunargalla að gjöf frá VÍS.

Eins hefur skólinn haldið sérstök öryggisnámskeið fyrir áhafnir skipa, sem tryggð eru hjá VÍS. Námskeiðin hafa farið fram um borð hjá hverri áhöfn í umhverfi, sem sjómennirnir gjörþekkja og hefur það komið skipverjum á óvart hversu margt má færa til betri vegar án mikillar fyrirhafnar, til að auka öryggi þeirra.