Þjónusta og vernd


Húfur sem skína frá VÍS

Hlutverk VÍS er að skapa hugarró, veita viðeigandi vernd og framúrskarandi þjónustu. Fólk þarf sjaldnast á tryggingafélaginu sínu að halda fyrr en eitthvað verulega bjátar á. Þá viljum við vera til staðar og geta létt fjárhagslegum byrðum og áhyggjum eftir föngum af viðskiptavinum.

Mikilvægur liður í starfsemi VÍS er að fyrirbyggja slys og tjón. Mjög rík áhersla hefur verið lögð á þennan þátt um árabil, bæði gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum. Verkefnið er ærið með um 80 þúsund viðskiptavini. Þá er gott að hafa á að skipa þrautreyndum ráðgjöfum og viðskiptastjórum til að þjónusta bæði einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.

VÍS er leiðandi fyrirtæki í vátryggingum á Íslandi og nýtur sterkrar stöðu á markaðnum með liðlega þriðjungs hlutdeild. Félagið býður fjölbreytta vátryggingaþjónustu þar sem rík áhersla er lögð á viðeigandi ráðgjöf, góða þjónustu, skilvirkni, sveigjanleika og forvarnir. Félagið státar af víðtæku þjónustuneti sem teygir sig um allt land með okkar fólki á rúmlega þrjátíu stöðum.

Í samræmi við stefnu félagsins um samfélagsábyrgð vinnur starfsfólk VÍS með fjölbreyttum hætti að því að draga úr hættu á slysum og tjónum hjá viðskiptavinum. Það er bæði gert með beinni fræðslu á skrifstofum eða í síma en einnig fá viðskiptavinir ýmis konar heilræði og skilaboð í tölvupósti og smáskilaboðum þegar tilefni er til, þar sem þeim er bent á hvernig fyrirbyggja megi skaða og tjón. Auk þess leggur VÍS áherslu á heimsóknir til fyrirtækja, sem eru í viðskiptum við félagið, þar sem farið er sérstaklega yfir öryggi á vinnustað og forvarnir í þeim þætti. Þá er alls kyns áhugaverðu efni markvisst miðlað til fjölmiðla, sem jafnan gera því góð skil.

Rafræn þjónusta
Á árinu var ýmislegt gert til að bæta og auka rafræna þjónustu við viðskiptavini. Þetta er í samræmi við markmið VÍS að verða fremst í rafrænni þjónustu og í takt við umhverfisstefnu fyrirtækisins, þar sem stuðlað er að pappírslausum viðskiptum. Sífellt fleiri viðskiptavinir kjósa að nýta sér rafræna þjónustu og sjálfsafgreiðslu, en frá árinu 2013 hefur fjöldi rafrænna tjónstilkynninga þrefaldast í gegnum vefinn.

VÍS státar af víðtæku þjónustuneti, með rúmlega þrjátíu þjónustustaði um allt land. Mikil tækifæri felast í því að útvíkka þjónustunetið með rafrænum hætti, viðskiptavinum til hagsbóta.

Á árinu var lögð áhersla á að fá samþykki viðskiptavina fyrir rafrænum viðskiptum en slíkt upplýst samþykki er nauðsynlegt. 

Þjónustuskrifstofa VÍS á netinu

Þann 1. desember voru tryggingar í fyrsta sinn endurnýjaðar rafrænt hjá VÍS og gerðar aðgengilegar á Mitt VÍS, sem er þjónustuvefur VÍS og enginn pappír sendur til viðkomandi viðskiptavina.

Einstaklingsþjónusta
Megináhersla einstaklingsþjónustu VÍS er að veita persónulega tryggingaráðgjöf og þjónustu sérsniðna að þörfum viðskiptavina. Flestar innkomnar fyrirspurnir eru í síma, en vægi fyrirspurna gegnum tölvupóst og netspjall eykst með hverju árinu. Árið 2016 sinnti einstaklingsþjónusta yfir 126.000 fjölbreyttum fyrirspurnum. Það er 11% aukning frá fyrra ári. Ein helsta ástæða aukningarinnar má rekja til nýrra samninga um kortatryggingar.

Bílahjálp VÍS
F plús viðskiptavinir hafa aðgang að Bílahjálp VÍS. Á árinu var gerð breyting á þjónustunni til hagsbóta fyrir viðskiptavini þegar bíllinn bilar, verður bensínlaus, dekk springur og annað slíkt. Þjónustan felur í sér fría þéttbýlisaðstoð og björgun innan sem utan þéttbýlis á sérkjörum. Þjónustan er í boði allan sólarhringinn og teygir anga sína um mest allt land utan hálendisins.

aðeins viðskiptavinir VÍS geta leigt barnabílstól hjá félaginu.

Barnabílstólar
VÍS hefur leigt út barnabílstóla í yfir tvo áratugi við miklar vinsældir. Nokkur þúsund stólar eru jafnan í útleigu og skipta viðskiptavinir tugum þúsunda frá upphafi. Mikið er lagt upp úr traustum bílstólum og hafa þeir fengið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir öryggi sitt. Það er hagkvæmt að leigja barnabílstól hjá VÍS og auðvelt að skipta honum út, eftir því sem barnið stækkar.

Á árinu var afgreiðsla barnabílstóla flutt frá Ármúla 3 að Smiðshöfða 3-5 í Reykjavík. Þar fer fram öll umsýsla fyrir höfuðborgarsvæðið og er öll aðkoma fyrir viðskiptavini mun betri á nýjum stað. Viðskiptavinir geta nú ekið bílum sínum inn í hlýjan sal þar sem starfsmenn barnabílstóla aðstoða við að koma nýjum stól fyrir og veita faglega ráðgjöf um meðhöndlun stólanna.

Fyrirtækjaþjónusta
Rekstrarumhverfi og þarfir fyrirtækja eru mismunandi og starfsemi þeirra getur tekið breytingum á skömmum tíma. Tryggingar eru því nauðsynleg stoð til verndar þegar óvænt áföll dynja yfir. Sérfræðingar í fyrirtækjaþjónustu VÍS hafa langa reynslu af því að aðstoða fyrirtæki við að greina tryggingaþörf þeirra. Rík áhersla er lögð á klæðskerasniðna þjónustu með það að markmiði að viðskiptavinurinn fái faglega ráðgjöf og sé vel upplýstur um hvaða tryggingavernd hann þurfi á hverjum tíma.

Iðgjöld fyrirtækjaviðskipta hjá VÍS jukust um 18% frá árinu 2016. Vöxturinn var að stórum hluta drifinn áfram af nýjum kortatryggingum bankanna, en á árinu bættust tveir bankar í viðskiptavinahóp VÍS með kortatryggingar sínar. Sveitarfélögum fjölgaði einnig í viðskiptum við félagið, auk þess var vöxtur fasteignafélaga í viðskiptum hjá VÍS töluverður.

Vis_Sjavarutvegur_Final_web_wide.png


Til fyrirmyndar í forvörnum fyrirtækja

Reynsla VÍS sýnir að með öflugu forvarnasamstarfi tekst ekki aðeins að efla öryggismál fyrirtækja, heldur myndast einnig bæði beinn og óbeinn fjárhagslegur ávinningur fyrir fyrirtækin og í raun fyrir samfélagið í heild. Fyrirtækjum í langtímaviðskiptum hjá VÍS, býðst þjónusta og ráðgjöf á sviði forvarna- og öryggismála, þeim að kostnaðarlausu.

F'orvarnaráðstefna VÍS 2016

Húsfyllir var á árlegri forvarnarráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins sem haldin var á Grand Hótel Reykjavík í febrúar, en yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var „Áskoranir atvinnulífsins í öryggismálum“. Olíudreifing hreppti Forvarnarverðlaun VÍS 2016 en þau eru veitt fyrir framúrskarandi forvarnir og öryggismál og er Olíudreifing þar í fremstu röð. Þá fengu Guðmundur Runólfsson ehf. í Grundarfirði og Steinull hf. á Sauðárkróki viðurkenningu á ráðstefnunni frá VÍS fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum.

Tjónaþjónusta

Við vitum að allt getur gerst og erum því reiðubúin til að aðstoða og leiðbeina þegar viðskiptavinurinn þarf á okkur að halda. Starfsfólk tjónaþjónustu VÍS stendur vaktina allan sólarhringinn árið um kring. Á árinu 2016 voru yfir 35 þúsund tjón tilkynnt VÍS eða um 96 á dag.

Fjöldi skráðra tjóna

Fjöldi skráðra tjóna - ekki breyta þennan texta

Kannanir hafa sýnt að ánægðustu viðskiptavinirnir eru þeir sem lent hafa í tjóni, því þegar á reynir er gott að eiga á vísan að róa.

Vis_Malarar_Final_web.png

Snertingum tjónaþjónustu við viðskiptavini hefur fjölgað um liðlega fjórðung á tveimur árum. Þá er átt við símtöl, heimsóknir, netspjall, tölvupóst og tjónstilkynningar á vefnum.

Þjónustusnertingar við tjónaþjónustu

Þjónustusnertingar við tjónaþjónustu - ekki breyta þennan texta

Rafrænum tjónstilkynningum um vefinn fjölgar stöðugt og hafa þær tvöfaldast frá árinu 2014.


Rafrænar tjónstilkynningar

Rafrænar tjónstilkynningar - ekki breyta þennan texta

Netspjall

Netspjall - ekki breyta þennan texta